Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru ósammála stuðningsmönnum Liverpool
Max Dowman.
Max Dowman.
Mynd: EPA
Gunnar Birgisson og Jón Kári Eldon.
Gunnar Birgisson og Jón Kári Eldon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Max Dowman er einn af þeim leikmönnum sem vert er að fylgjast með í ensku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili. Hann er aðeins 15 ára gamall en hefur vakið mikla athygli á undirbúningstímabilinu með Arsenal.

Hann gæti fengið hlutverk í liði Arsenal á komandi keppnistímabili sem byrjar á sunnudaginn en hann er virkilega skemmtilegur leikmaður.

„Það er geggjað að fara í vínbúðina og fá sér eitthvað flott vín en mér finnst alltaf heimabruggið best. Núna er ég úr Vesturbænum og okkur fannst alltaf gott að brugga góðan landa í bílskúrnum. Við erum með einn 15 ára sem er heldur betur að fara að springa út. Ég er ótrúlega spenntur fyrir honum," sagði Jón Kári Eldon í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum.

Rætt hefur verið um Dowman í sömu setningu og Lamine Yamal og jafnvel Lionel Messi. Hann er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður.

„Ég horfði á æfingaleikinn gegn Newcastle þar sem hann kemur inn og gjörsamlega snýr Joelinton í einhverja hringi. Það verður til þess að Joelinton slær til hans. Ég þurfti að loka tölvunni, manni býður við þessu," sagði Jón Kári léttur.

„Hann er eiginlega 2010 módel, fæddur 31. desember 2009. Ég er ekki með frábært minni en ég man hvað ég var að gera 2010," sagði Gunnar Birgisson.

Stuðningsmenn Liverpool töluðu á dögunum um Rio Ngumoha sem efnilegasta leikmann Englands en Arsenal stuðningsmennirnir eru ósammála því.

„Ég ætla að fá að vera ósammála því. Hann er líka fæddur 2008. Við eigum einn fæddan 2007 sem er þegar kominn með eitt tímabil á bakið í Ethan Nwaneri," sagði Gunnar en Nwaneri er líka gífurlega spennandi.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Athugasemdir
banner
banner