Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. ágúst 2025 13:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Einn valdamesti maður fótboltaheimsins mætir í Kópavoginn
Mattias Grafström hefur starfað fyrir FIFA síðan 2016.
Mattias Grafström hefur starfað fyrir FIFA síðan 2016.
Mynd: EPA
Mattias Grafström, framkvæmdastjóri alþjóða fótboltasambandsins FIFA, verður meðal áhorfenda á leik Breiðabliks og Zrinjski Mostar á Kópavogsvelli.

Það er RÚV sem greinir frá þessu en Grafström hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan í maí í fyrra.

Hann er einn af valdamestu mönnum fótboltaheimsins, hægri hönd forsetans Gianni Infantino.

Tilefni komu Grafström til Íslands er Norðurlandaráðstefna fótboltasambanda sem haldin verður á Hilton hótelinu í Reykjavík á morgun og hinn. Þar koma saman formenn og framkvæmdastjórar allra knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum auk fleiri stjórnarmanna og lykilstarfsmanna sambandanna - um 80 manns.

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ bauð Grafström sérstaklega að koma sem gestur á ráðstefnuna.
Athugasemdir
banner