Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fös 15. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England um helgina - Veislan byrjar á Anfield í kvöld
Mynd: EPA
Það er komið að því sem flestir hafa beðið eftir. Enska úrvalsdeildin hefst á ný eftir sumarfrí um helgina.

Veislan hefst strax í kvöld þar sem Englandsmeistararnir í Liverpool fá Bournemouth í heimsókn

Fimm leikir eru á dagskrá á morgun. Nýliðarnir Sunderland og Burnley eiga leiki en Sunderland fær West Ham í heimsókn og Burnley heimsækir Tottenham. Aston Villa og Newcastle mætast í áhugaverðum leik og Wolves fær Man City í heimsókn. Þá mætast Brighton og Fulham.

Það er stórleikur á sunnudaginn þar sem Man Utd og Arsenal eigast við. Brentford heimsækir Nottingham Forest en Caoimhin Kelleher er tæpur og Hákon Rafn Valdimarsson gæti því verið í markinu hjá Brentford. Þá mætast Chelsea og Crystal Palace. Umferðinni lýkur svo á mánudaginn með leik Leeds og Everton.

föstudagur 15. ágúst
19:00 Liverpool - Bournemouth

laugardagur 16. ágúst
11:30 Aston Villa - Newcastle
14:00 Brighton - Fulham
14:00 Sunderland - West Ham
14:00 Tottenham - Burnley
16:30 Wolves - Man City

sunnudagur 17. ágúst
13:00 Nott. Forest - Brentford
13:00 Chelsea - Crystal Palace
15:30 Man Utd - Arsenal

mánudagur 18. ágúst
19:00 Leeds - Everton
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner