Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra sást á æfingu - Snýr aftur í hópinn
Kvenaboltinn
Sandra er fyrrum landsliðsmarkvörður.
Sandra er fyrrum landsliðsmarkvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra í leik á Laugardalsvelli.
Sandra í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn æfði með FH á hybrid-grasinu í Laugardalnum í gær og hún verður í hópnum þegar FH mætir Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag.

Þetta staðfesti Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sandra tók hanskana fram af hillunni til að hjálpa FH eftir að Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband fyrr á tímabilinu. Hún spilaði fjóra leiki með FH í Bestu deildinni og einn í Mjólkurbikarnum.

Bandaríski markvörðurinn Macy Elizabeth Enneking gekk í raðir FH í síðasta mánuði og hefur staðið í markinu í síðustu leikjum. FH hefur hins vegar ekki verið með varamarkvörð og verður Sandra í hópnum á laugardaginn.

„Hún er í hópnum á laugardaginn," sagði Guðni en er hún að fara að spila?

„Það kemur í ljós!"

„Sandra er leikmaður sem hefur gert svona hluti áður. Spilað á þessum velli og það er dýrmætt að geta sótt í reynslu slíkra leikmanna. Það er nánast enginn FH-ingur sem hefur gert þetta og það er frábært að hún sé tilbúin að hjálpa liðinu."

Hægt verður að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni á morgun.
Athugasemdir
banner