Sigurður Bjartur Hallsson hefur verið funheitur með liði FH og er ein stærsta ástæðan fyrir því að FH sneri leiknum gegn ÍA á sunnudag. Liðið var 0-2 undir þegar þjálfarinn Heimir Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið og skömmu síðar minnkaði Ísak Óli Ólafsson muninn.
Í seinni hálfleik tók svo Sigurður málin í sínar hendur og skoraði tvö frábær mörk og FH vann leikinn 3-2.
Fótbolti.net ræddi við þjálfarann um Sigurð sem hefur skorað sex mörk í síðustu fjórum leikjum og komið að marki með beinum hætti í síðustu sjö leikjum FH.
Í seinni hálfleik tók svo Sigurður málin í sínar hendur og skoraði tvö frábær mörk og FH vann leikinn 3-2.
Fótbolti.net ræddi við þjálfarann um Sigurð sem hefur skorað sex mörk í síðustu fjórum leikjum og komið að marki með beinum hætti í síðustu sjö leikjum FH.
14.08.2025 15:00
Heimir fer yfir tryllinginn í Krikanum - „Hugsaði að ég myndi sennilega lemja hann"
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 ÍA
„Þetta er ástæðan fyrir að ég fékk Sigurð Bjart í FH, ég hef alltaf verið hrifinn af honum sem leikmanni. Stóra breytingin á honum núna og frá því fyrr í sumar er að hann er kominn með gott sjálfstraust," segir Heimir.
„Siggi skapar sér alltaf færi í leikjum. Í byrjun var þetta ekki að falla fyrir hann, en núna upp á síðkastið hefur þetta verið að gera það. Hann er kominn með gott sjálfstraust og hefur verið frábær í síðustu leikjum."
„Það sem Siggi hefur er að hann er alltaf klár, leggur sig alltaf fram og er tilbúinn að hlaupa fyrir liðið. Að mínu mati er hann frábær liðsmaður," segir þjálfarinn.
Athugasemdir