City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   fös 15. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka til," segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir leikinn.

Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna. Þetta er líka þriðji úrslitaleikurinn sem Nik fer og sá annar með Breiðabliki en hann bíður eftir fyrsta sigrinum.

„Sagan er bara sagan. Hún á ekki að hafa áhrif á það sem er í gangi. Við erum með leikmenn í liðinu sem hafa verið hluti af því liði sem hefur ekki tekist að vinna en við erum líka með leikmenn sem voru í liðinu sem vann Þrótt 2021 þegar ég var hjá Þrótti, og líka fyrir það. Ég held að þetta verði ekkert vandamál."

„Við þurfum líka að horfa á það hversu mikill árangur það er að komast í úrslitaleikinn fimm ár í röð. Það er mikið afrek í sjálfu sér," sagði Nik en hann hefur trú á því að þetta muni ganga upp í þriðja sinn hjá sér.

„Third time’s a charm, eins og sagt er. Það mun gerast," sagði Nik á góðri ensku.

Hann vonast til að sjá sem flesta Blika í stúkunni.

„Svo lengi sem Hilmar (Jökull) mætir með Kópacabana þá erum við í góðum málum," sagði Nik léttur.
Athugasemdir
banner