
„Ég hlakka til," segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir leikinn.
Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna. Þetta er líka þriðji úrslitaleikurinn sem Nik fer og sá annar með Breiðabliki en hann bíður eftir fyrsta sigrinum.
Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna. Þetta er líka þriðji úrslitaleikurinn sem Nik fer og sá annar með Breiðabliki en hann bíður eftir fyrsta sigrinum.
„Sagan er bara sagan. Hún á ekki að hafa áhrif á það sem er í gangi. Við erum með leikmenn í liðinu sem hafa verið hluti af því liði sem hefur ekki tekist að vinna en við erum líka með leikmenn sem voru í liðinu sem vann Þrótt 2021 þegar ég var hjá Þrótti, og líka fyrir það. Ég held að þetta verði ekkert vandamál."
„Við þurfum líka að horfa á það hversu mikill árangur það er að komast í úrslitaleikinn fimm ár í röð. Það er mikið afrek í sjálfu sér," sagði Nik en hann hefur trú á því að þetta muni ganga upp í þriðja sinn hjá sér.
„Third time’s a charm, eins og sagt er. Það mun gerast," sagði Nik á góðri ensku.
Hann vonast til að sjá sem flesta Blika í stúkunni.
„Svo lengi sem Hilmar (Jökull) mætir með Kópacabana þá erum við í góðum málum," sagði Nik léttur.
Athugasemdir