Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Fer Eze til Spurs?
Powerade
Morten Hjulmand.
Morten Hjulmand.
Mynd: EPA
Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace.
Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace.
Mynd: EPA
Til hamingju með daginn! Það er algjör veisla framundan því enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth. Glugginn verður áfram opinn og slúðrið stöðvast aldrei.

Manchester United íhugar að bjóða 50 milljónir punda í danska miðjumanninn Morten Hjulmand (26), sem spilar fyrir Sporting Lissabon, ef félagið nær ekki að tryggja sér þjónustu Carlos Baleba (21) frá Brighton. (Sun)

Tottenham telur sig vera með tilboð í Eberechi Eze (27) sem fullnægi kröfum Crystal Palace sem metur leikmanninn á 68 milljónir punda. (Teamtalk)

Fulham sýnir áhuga á danska framherjanum Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United og keppir við AC Milan um að fá hann í sínar raðir. (Mail)

Chelsea hefur náð töluverðum árangri í viðræðum um möguleg kaup á Argentínumanninum Alejandro Garnacho (21), vængmanni Manchester United, og telur að 35 milljónir punda sé sanngjarnt verð fyrir leikmanninn. (Teamtalk)

Arsenal er reiðubúið að hlusta á tilboð í úkraínska vinstri bakvörðinn Oleksandr Zinchenko (28). Porto, Fenerbahce og Real Betis hafa sýnt leikmanninum áhuga. (CaughtOffside)

Borussia Dortmund hefur bæst í hóp áhugasamra um að fá argentínska vængmanninn Facundo Buonanotte (20) lánaðan frá Brighton. Bayer Leverkusen hefur einnig áhuga. (Mail)

Inter ætlar að taka sér viku í viðbót til að reyna að fá Ademola Lookman (27), framherja Atalanta, en mun leita á önnur mið ef ekki næst samkomulag. (Gazzetta dello Sport)

Roma hefur boðið Inter miðjumanninn Manu Koné (24), franskan landsliðsmann, fyrir um 30 milljónir evra (26 milljónir punda). (Gazzetta dello Sport)

Liverpool er að ganga frá kaupum á varnarmanninum Giovanni Leoni (18) frá Parma og mun ítalska félagið fá 10% af framtíðarsölu leikmannsins. (Sky Sports Italia)

Newcastle er að vinna að því að klára kaup á Yoane Wissa (28) frá Brentford. Dango Ouattara (23) er á leið til Brentford frá Bournemouth. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner