Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Elías Rafn hélt hreinu - Brann komst áfram þrátt fyrir tap
Tvenna Sævars Atla í fyrri leiknum var mikilvæg
Tvenna Sævars Atla í fyrri leiknum var mikilvæg
Mynd: Brann
Elías Rafn Ólafsson var í markinu þegar Midtjylland komst áfram í úrslitaleik um sæti í deildakeppni Evrópudeildarinnar.

Midtjylland frá Danmörku lagði nágrannasína í Frederikstad frá Noregi 3-1 í fyrri leik liðanna í Noregi. Midtjylland kláraði einvígið með því að skora tvö mörk með átta mínútna kafla í fyrri hálfleik í kvöld. 5-1 sigur Midtjylland samanlagt.

Liðið mætir finnska liðinu KuPS í úrslitum um sæti í deildakeppninni.

Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon voru í byrjunarliði norska liðsins Brann sem komst áfram þrátt fyrir tap gegn sænska liðinu Hacken.

Brann vann fyrri leikinn 2-0 þar sem Sævar Atli skoraði bæði mörkin. Hacken vann í Noregi í kvöld 1-0 og fer Brann því áfram samanlagt 2-1.

Brann mætir annað hvort Legia frá Pólllandi eða AEK Larnaca frá Kýpur í úrslitum. Liðin mætast síðar í kvöld en AEK Larnaca er með 4-1 forytu eftir fyrri leikinn í Kýpur.

Það er framlenging í gangi hjá Noah frá Armeníu gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Guðmundur Þórarinsson er á bekknum hjá Noah.
Athugasemdir
banner
banner
banner