Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 18:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Saka og Ödegaard byrja í Þýskalandi - De Bruyne og Walker í liði Man CIty
Bukayo Saka og Martin Ödegaard byrja
Bukayo Saka og Martin Ödegaard byrja
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, Erling Braut Haaland og Bernardo Silva byrja allir
Kyle Walker, Erling Braut Haaland og Bernardo Silva byrja allir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í kvöld klárast 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Bayern München tekur á móti Arsenal á meðan Manchester City og Real Madrid mætast á Etihad. Leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Bayern og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli á Emirates-leikvanginum í síðustu viku en nú mætast þau á Allianz-Arena.

Einhver óvissa var með þátttöku Martin Ödegaard og Bukayo Saka í þessum leik en nú hefur byrjunarliðið varið opinberað og byrja þeir báðir.

Eina breytingin hjá Mikel Arteta er sú að Takehiro Tomiyasu kemur inn fyrir Jakub Kiwior.

Alphonso Davies er í banni hjá Bayern og þá eru þeir Kingsley Coman og Serge Gnabry frá vegna meiðsla. Noussair Mazraoui og Raphael Guerreiro koma inn í liðið.

Bayern: Neuer, Kimmich, de Ligt, Dier, Mazraoui, Goretzka, Laimer, Sane, Musiala, Guerreiro, Kane.
Varamenn: Upamecano, Kim, Choupo-Moting, Zaragoza, Peretz, Muller, Ulreich, Tel, Pavlovic.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu, Odegaard, Jorginho, Rice, Saka, Havertz, Martinelli.
Varamenn: Ramsdale, Partey, Gabriel Jesus, Smith Rowe, Nketiah, Kiwior, Trossard, Vieira, Nelson, Elneny, Hein, Zinchenko.

Kevin De Bruyne og Kyle Walker eru báðir klárir í að byrja gegn Real Madrid á Ethiad í kvöld. Walker hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og þá var De Bruyne að glíma við veikindi síðustu helgi.

John Stones er á bekknum hjá Man City. Ein breyting er á liði Real Madrid en Nacho kemur inn fyrir Aurelien Tchouameni, sem tekur út leikbann. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Bernabeu.

Man City: Ederson, Walker, Akanji, Dias, Gvardiol, Rodri, De Bruyne, Bernardo Silva, Foden, Grealish, Haaland.
Varamenn: Ortega, Stones, Ake, Doku, Kovacic, Alvarez, Gomez, Nunes, Carson, Bobb, Lewis.

Real Madrid: Lunin, Carvajal, Rudiger, Nacho, Mendy, Camavinga, Kroos, Valverde, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Junior.
Varamenn: Militao, Modric, Joselu, Vazquez, Ceballos, Garcia, Diaz, Guler, Arrizabalaga, Gonzalez Perez
Athugasemdir
banner
banner
banner