Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 17. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Aron líka á förum frá Katar?
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var það tilkynnt að Heimir Hallgrímsson verði ekki áfram þjálfari Al Arabi í Katar.

Heimir hefur stýrt Al Arabi frá desember 2018 eftir að hafa hætt sem þjálfari íslenska landsliðsins það sumarið eftir sjö ár í starfi hjá KSÍ. Hann náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið og kom liðinu á tvö stórmót.

Heimir fékk landsliðsfyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson, til Al Arabi sumarið 2019.

Aron hefur spilað stórt hlutverk í liðinu frá því hann kom frá Cardiff á Englandi. Hann er 32 ára og hefur verið að æfa og spila í góðu um hverfi í Katar.

Samkvæmt Transfermarkt þá rennur samningur hans við Al Arabi í júní en samkvæmt 433 þá er Al Arabi með klásúlu um að framlengja þann samning. Það er spurning hvort að Aron verði áfram í Katar fyrst að Heimir er að fara, en hann hefði líklega aldrei farið þangað ef ekki hefði verið fyrir Íslandstenginguna. Það er spurning hvað verður núna, þegar Heimir er hættur - hvort Aron verði áfram. Það kemur í ljós á næstunni. Aron á enn - vonandi - mikið eftir af ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner