Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Njarðvík hefur klikkað á víti í öllum leikjunum - „Augljóst að við þurfum að æfa þetta"
Lengjudeildin
Oumar Diouck hefur klikkað á tveimur vítaspyrnum í röð
Oumar Diouck hefur klikkað á tveimur vítaspyrnum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þó að víti gefi þér góða möguleika á að skora þá þýðir það ekki að það sé alltaf mark," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í gær.

Liðið hefur fengið víti í öllum þremur leikjunum til þessa og klikkað á þeim öllum. Dominik Radic klikkaði á víti í fyrstu umferð og Oumar Diouck klikkaði í síðustu tveimur leikjum.

„Fyrir mitt leyti er þetta helvíti súrt. Persónulega vildi ég að Oumar myndi taka þessa vítaspyrnu. Hann tók síðustu og skaut í slánna og setti markmanninn í vitlaust horn, hann tekur vítaspyrnur núna," sagði Gunnar Heiðar.

„Það er augljóst að við þurfum að kannski að fara kíkja á að æfa þetta. Þó ég held að við séum með öruggar vítaskyttur í þessu liði þá er þetta kannski komið inn í hausinn á sumum."

Þrátt fyrir vítaklúðrin er Njarðvík á toppnum sem stendur með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner