Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. júní 2021 15:05
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Makedónía svo gott sem úr leik eftir hetjulega baráttu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Úkraína 2 - 1 N-Makedónía
1-0 Andriy Yarmolenko ('29)
2-0 Roman Yaremchuk ('34)
2-1 Ezgjan Alioski ('57, misnotað víti)
2-1 Ezgjan Alioski ('57)
2-1 Ruslan Malinovskiy ('84, misnotað víti)

Úkraína og Norður-Makedónía mættust í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins og úr varð hörkuleikur.

Lærisveinar Andriy Shevchenko voru betri í fyrri hálfleik og skoruðu tvö góð mörk. Fyrst skoraði Andriy Yarmolenko og svo tvöfaldaði Roman Yaremchuk forystuna skömmu síðar eftir gott hlaup.

Makedónar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn á 57. mínútu þegar Ezgjan Alioski fylgdi eftir eigin vítaspyrnu.

Makedónar komust nálægt því að jafna í fjörugum síðari hálfleik og fengu Úkraínumenn einnig sín færi, meðal annars vítaspyrnu á 84. mínútu sem Stole Dimitrievski varði vel.

Makedónum tókst ekki að jafna þrátt fyrir tilraunir og urður lokatölur 2-1 fyrir Úkraínu. Úkraína er því með þrjú stig eftir naumt tap gegn Hollendingum í fyrstu umferð. Makedónar eru stigalausir þrátt fyrir hetjulega baráttu en þeir töpuðu gegn Austurríki í fyrstu umferð.

Makedónía er því svo gott sem úr leik á EM, það þarf ansi margt að gerast til að liðið nái þriðja sæti riðilsins eftir þessa tapleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner