Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 12:48
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund á förum frá Man Utd - Ekki í hópnum gegn Arsenal
Mynd: EPA
Danski framherjinn Rasmus Höjlund er ekki í hópnum hjá Manchester United sem tekur á móti Arsenal á Old Trafford klukkan 15:30 í dag.

Höjlund kom til Man Utd frá Atalanta fyrir tveimur árum en ekki uppfyllt þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Man Utd keypti slóvenska framherjann Benjamin Sesko frá Leipzig fyrir nokkrum dögum og er honum ætlað að vera í aðalhlutverki næstu árin.

Laurie Whitwell hjá Athletic segir að sambandi Höjlund og Man Utd sé lokið. Félagið er að reyna koma honum frá félaginu, hvort sem það sé varanleg skipti eða lán.

Hann er ekki í hópnum gegn Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag og mun leikmaðurinn nú fara í það að íhuga næstu skref.

Höjlund, sem er 22 ára gamall, hefur skorað 26 mörk í 95 leikjum sínum með United á þessum tveimur árum.
Athugasemdir
banner