Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið ÍBV og Vals: Frederik Schram og Aron Jó ekki í hóp
Frederik Schram er ekki í hóp hjá Val.
Frederik Schram er ekki í hóp hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjá ÍBV snýr Marcel Zapytowski aftur í markið eftir leikbann.
Hjá ÍBV snýr Marcel Zapytowski aftur í markið eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Velkomin með okkur til Vestmannaeyja þar sem topplið Vals heimsækir ÍBV í 19. umferð Bestu deildar karla. Valsmenn léttir í lund með fimm stiga forystu á toppnum en Eyjamenn eru aðeins einu stigi frá fallsæti.

Tryggvi Guðmundsson textalýsir leiknum beint frá Eyjum.

Frederik Schram er óvænt ekki í leikmannahópi Vals og Stefán Þór Ágústsson stendur vaktina í markinu á meðan Ögmundur Kristinsson er á bekknum.

Aron Jóhannsson er ekki heldur í hóp og Albin Skoglund sest á bekkinn. Inn í byrjunarlið Vals koma Markus Lund Nakkim og Lúkas Logi Heimisson.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 Valur

Hjá ÍBV snýr Marcel Zapytowski aftur í markið eftir leikbann. Sigurður Arnar Magnússon er í leikbanni og þeir Elvis Bwomono og Nökkvi Már Nökkvason setjast á bekkinn. Inn í byrjunarliðið koma Milan Tomic, Birgir Ómar Hlynsson og Breki Baxter.

sunnudagur 17. ágúst
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
17:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)
18:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)

mánudagur 18. ágúst
19:15 Fram-KR (Lambhagavöllurinn)

Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
10. Sverrir Páll Hjaltested
21. Birgir Ómar Hlynsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter

Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner