Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 13:20
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Byrjunarlið Stjörnunnar og Vestra: Fjórir í banni hjá Stjörnunni - Einn af nýju mönnunum byrjar
Damil Serena byrjar í dag.
Damil Serena byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan og Vestri mætast í Garðabænum klukkan 14:00. Bæði lið hafa sýnt misgóða frammistöðu í sínum leikjum upp á síðkastið og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks í dag. 

Stjörnumenn voru heldur betur uppteknir á gluggadegi í byrjun vikunnar og fengu inn þrjá nýja útlendinga í viðbótar við Steven Caulker sem kom til félagsins fyrr í sumar.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Vestri

Jökull I. Elísabetarson neyðist til að gera fjórar breytingar á byrjunarliðinu sínu frá sigrinum á Víkingum í síðustu umferð en Guðmundur Baldvin Nökkvason, Þorri Mar Þórisson, Örvar Eggertsson og Benedikt V. Warén eru allir í banni. Inn fyrir þá koma Alex Þór Hauksson, Baldur Logi Guðlaugsson, Daníel Finns Matthíasson og einn nýju mannanna, Damil Serena. 

Davíð Smári Lamude gerir þrjár breytingar á Vestraliðinu frá sigrinum á Fram. Anton Kralj, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Sergine Fall koma inn fyrir Thibang Sindile, Diego Montiel og Guðmund Arnar Svavarsson. 


Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
15. Damil Serena Dankerlui
19. Daníel Finns Matthíasson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason

Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
8. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner