Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Mukiele til Sunderland (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Franski varnarmaðurinn Nordi Mukiele er genginn til liðs við Sunderland frá Paris Saint-Germain fyrir 9,5 milljónir punda.

Mukiele er 27 ára gamall og getur spilað bæði sem miðvörður og hægri bakvörður.

Frakkinn spilaði við góðan orðstír hjá RB Leipzig áður en PSG keypti hann fyrir 16 milljónir evra árið 2022. Hann spilaði tvö tímabil með PSG en var síðan lánaður til Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð.

Hann er nú mættur til Sunderland og búinn að skrifa undir fjögurra ára samning, en nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar greiða 9,5 milljónir punda og getur kaupverðið hækkað um 2,5 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Flott kaup hjá Sunderland sem unnu öruggan 3-0 sigur á West Ham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner