Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 17. nóvember 2022 10:38
Elvar Geir Magnússon
Aguero útskýrir hvernig Argentína er orðið betra lið
Aguero lék yfir 100 landsleiki fyrir Argentínu en lagði skóna á hilluna á síðasta ári.
Aguero lék yfir 100 landsleiki fyrir Argentínu en lagði skóna á hilluna á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Margir spá því að Argentína vinni HM en Lionel Messi er að fara að stíga síðasta dansinn á stærsta sviðinu. Argentínu hefur vegnað gríðarlega vel í marga mánuði og vann Copa America á síðasta ári.

Sergio Aguero, fyrrum leikmaður liðsins, segir að þjálfarinn Lionel Scaloni hafi miklu breytt og liðið í dag sé mun heilsteyptara en það var.

„Ef Messi verður 100% gæti hann orðið óstöðvandi en þó hann verður bara 60-70% þá virkar það líka í þessu argentínska liði. Leikskipulagið snýst mikið um hann en liðið er líka búið undir það að Messi þurfi ekki að vera 100%" segir Aguero.

„Argentína var alltaf lið sem var mikið með boltann. Nú sækir það ekki eins mikið, Scaloni hefur breytt öllu. Nú hefur liðið fleiri vopn, liðið er ekki mjög mikið með boltann en getur skapað mikla hættu þegar það fær hann. Það er jákvætt."

„Þjálfarinn hefur sett saman öfluga varnarlínu sem fer ekki hátt upp völlinn. Það hjálpar Messi því liðið er traust varnarlega. Liðið er ekki skipað ellefu stjörnum heldur leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast fyrri hvorn annan."

Ofan á þessi orð Aguero þá virðist andinn, leikgleðin og samheldnin í argentínska hópnum hafa batnað mikið frá síðasta HM.

Argentína er í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner