fim 17. nóvember 2022 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lýsir erfiðum tíma á Íslandi - Líður miklu betur í Como
David George Bell.
David George Bell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Dave George Bell var ráðinn astðoðarþjálfari ÍBV fyrir leiktíðina en hætti á miðju tímabili og hélt aftur heim til Englands.

Bell gerði tveggja ára samning við ÍBV síðastliðinn vetur til þess að þjálfa liðið með Hermanni Hreiðarssyni. Bell hafði til að mynda starfað fyrir Manchester United og Watford áður en hann kom hingað til lands.

„Ef hann kemur aftur, þá bíðum við með opna arma. Ef ekki, þá skiljum við það," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fótbolta.net þegar Bell fór heim.

Bell var í gær í viðtali við Echo Live þar sem hann lýsti því að tíminn á Íslandi hefði verið erfiður fyrir sig andlega.

„Ég fann fyrir miklum einmanaleika þar sem ég bjó þarna á lítilli eyju í fyrsta sinn á ævinni. Þetta voru fyrst langir dimmir dagar og það var erfitt að eiga við það. Svo voru dagar þar sem sólin fór ekki niður og þá átti ég erfitt með svefn."

„Ég gat líka ekki vanist veðrinu," segir Bell og bætir við: „Það var líka erfitt fyrir fjölskyldu mína að heimsækja mig. Þú þurftir að keyra í tvo og hálfan frá flugvellinum og svo fórstu í bátsferð í 45 mínútur. Ég ákvað því að það væri best að fara heim aftur."

Eftir að hann yfirgaf ÍBV þá fékk hann símtal um að gerast U19 þjálfari á Ítalíu. Hann býr núna við hið fallega Lake Como og þjálfar unga leikmenn þar. „Ég elska lífið á Ítalíu. Ég bý nálægt vatninu og ég þarf að klípa svo ég fatti að ég sé í raun og veru hérna. Veðrið er frábært, mjög frábrugðið veðrinu á Íslandi."

Sjá einnig:
„Hann er með betri þjálfurum sem maður hefur verið með">
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner