Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 17. nóvember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Pochettino opinn fyrir því að stýra Englandi í framtíðinni
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og Paris St-Germain, segist vera opinn fyrir því að stýra enska landsliðinu í framtíðinni.

Vinsældir Gareth Southgate hafa minnkað á þessu ári og Pochettino verið nefndur sem einn af mögulegum kostum í starfið.

Pochettino er sem stendur atvinnulaus en er einn af sérfræðingum Athletic á HM í fótbolta.

Hann var spurður að því hvort hann væri tilbúinn að taka við enska landsliðinu í framtíðinni?

„Auðvitað. Samband mitt við England hefur alltaf verið gott. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni. Ég held öllu opnu," segir Pochettino.
Athugasemdir
banner