Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. nóvember 2022 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino vill taka við enska landsliðinu
Mynd: EPA

Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Gareth Southgate lætur af störfum.


Pochettino hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Paris Saint-Germain í sumar en hann þekkir nokkuð til enska landsliðsins eftir að hafa þjálfað Southampton og Tottenham í sex ár.

Pochettino var á Wembley þegar England mætti Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir HM í Katar og viðurkenndi í viðtali við Athletic að hann hefði áhuga á að taka við landsliðinu ef tækifæri gæfist.

„Auðvitað myndi ég skoða þjálfarastarfið hjá Englandi ef það kæmi upp. Ég hef alltaf átt í mjög góðum samskiptum við enska landsliðið, hvort sem það er vegna akademíuleikmanna eða A-landsliðsins. Mér líður mjög vel á Englandi og það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Pochettino meðal annars í viðtalinu.

Pochettino þekkir vel til John McDermott sem er tæknilegur stjórnandi enska landsliðsins en þeir störfuðu náið saman hjá Tottenham. Þá hefur Harry Kane landsliðsfyrirliði einnig miklar mætur á Pochettino eftir dvöl þeirra saman hjá Spurs.

Southgate er samningsbundinn landsliðinu til 2024 og hefur England endað í fjórða sæti og öðru sæti á tveimur stórmótum undir hans stjórn.

Telegraph greinir frá því að Thomas Tuchel hafi einnig áhuga á að taka við landsliðinu. Tuchel neitaði þó að tjá sig um málið í fjölmiðlum til að auka ekki pressuna á Southgate fyrir mót.

Pochettino hafnaði starfstilboði frá Aston Villa fyrr í haust áður en félagið réði Unai Emery til starfa.


Athugasemdir
banner
banner
banner