Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. nóvember 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgal setti fjögur gegn Nígeríu - Sesko skoraði í sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Portúgal skoraði fjögur mörk gegn Nígeríu er liðin mættust í lokaleik Portúgala fyrir HM í Katar.


Cristiano Ronaldo var ekki með Portúgal vegna magakveisu en Bruno Fernandes setti tvennu í fyrri hálfleik og var svo tekinn útaf í leikhlé. Fyrra markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Diogo Dalot og það seinna úr vítaspyrnu.

Emmanuel Dennis, leikmaður Nottingham Forest, klúðraði vítaspyrnu fyrir Nígeríu á 81. mínútu og gerði Goncalo Ramos út um viðureignina skömmu síðar.

Ramos kom inn af bekknum og skoraði og lagði upp á lokakaflanum til að innsigla 4-0 sigur. 

Portúgal er með Gana, Úrúgvæ og Suður-Kóreu í riðli á HM.

Portúgal 4 - 0 Nígería
1-0 Bruno Fernandes ('9)
2-0 Bruno Fernandes ('35, víti)
3-0 Goncalo Ramos ('82)
4-0 Joao Mario ('84)

Erling Braut Haaland var þá ekki í leikmannahópi Norðmanna sem lögðu Íra að velli í vináttulandsleik. Martin Ödegaard byrjaði leikinn og lagði fyrsta markið upp undir lok fyrri hálfleiks fyrir varnarmanninn Leo Östigard, sem leikur með Napoli.

Norðmenn verðskulduðu forystuna í leikhlé og hefðu getað verið komnir með tvö en Írar vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og jafnaði Alan Browne á 69. mínútu.

Ohi Omoijuanfo, 28 ára leikmaður Bröndby, gerði sigurmark Norðmanna á 85. mínútu.

Á sama tíma skildu Lúxemborg og Ungverjaland jöfn, 2-2, í leik þar sem Ungverjar voru óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi.

Ísrael sigraði þá Sambíu í fjörugum leik þar sem heimamenn komust í tveggja marka forystu en gestirnir frá Sambíu jöfnuðu. Ísraelar tryggðu sér svo sigurinn með tveimur mörkum undir lokin.

Það voru svo þrjú jafntefli þar sem Malta gerði jafntefli við Grikkland í grannaslag á meðan Svartfjallaland og Slóvakía skildu jöfn rétt eins og Norður-Makedónía og Finnland.

Slóvenía hafði að lokum betur gegn Rúmeníu þökk sé mörkum frá Benjamin Sesko og Andraz Sporar.

Írland 1 - 2 Noregur
0-1 Leo Östigard ('41)
1-1 Alan Browne ('69)
1-2 Ohi Omoijuanfo ('85)

Lúxemborg 2 - 2 Ungverjaland
1-0 Gerson Rodrigues ('7 , víti)
1-1 Attila Szalai ('25 )
1-2 Andras Nemeth ('67 )
2-2 Alessio Curci ('77 )

Israel 4 - 2 Sambía
1-0 Tai Baribo ('21 )
2-0 D. David ('24 )
2-1 Kings Kangwa ('55 )
2-2 L. Bwalya ('66 )
3-2 Rodrick Kabwe ('89 , sjálfsmark)
4-2 Itamar Shviro ('90 )

North Macedonia 1 - 1 Finland
0-1 Oliver Antman ('37 )
1-1 Enis Bardi ('75 , víti)

Montenegro 2 - 2 Slovakia
0-1 David Hancko ('15 )
0-2 Juraj Kucka ('47 )
1-2 Stefan Savic ('77 )
2-2 Stefan Savic ('90 , víti)
Rautt spjald: Adam Zrelak, Slovakia ('90)

Malta 2 - 2 Greece
0-1 Anastasios Bakasetas ('39 )
1-1 Jurgen Degabriele ('54 )
2-1 Teddy Teuma ('67 , víti)
2-2 Taxiarchis Fountas ('86 )
Rautt spjald: Vasileios Barkas, Greece ('79)

Romania 1 - 2 Slovenia
0-1 Benjamin Sesko ('26 )
0-2 Andraz Sporar ('32 )
1-2 Denis Mihai Dragus ('64 )


Athugasemdir
banner
banner
banner