Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roy Keane: Mér fannst það undarlegt og furðulegt
Roy Keane og Sir Alex Ferguson
Roy Keane og Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Roy Keane hefur opinberað gremju sína vegna stöðugrar pressu frá Sir Alex Ferguson um að Keane myndi ekki spila fyrir írska landsliðið á meðan hann var leikmaður Manchester United.

Keane var hluti af mörgum rifrildum við írska landsliðsþjálfara á meðan hans landsliðsferli stóð. Eitt rifrildi stendur upp úr. Keane lék ekki í seinni leik írska landsliðsins árið 2021 gegn Íran. Þá var verið að spila um sæti á HM 2002. Það tiltekna atvik leiddi til þess að þeim lenti saman í æfingabúðunum fyrir HM sem fór þannig að Keane spilaði ekki í Japan og Suður-Kóreu.

Keane var til viðtals á dögunum og sagði hann frá því að hann hefði verið undir stöðugri pressu frá stjóra Manchester United.

„Pressan, þegar ég var að fara í leiki með írska liðinu, frá stjóra Manchester United var stöðug. Mér var stöðugt sagt að ég ætti ekki að fara í landsliðsverkefnið. Jafnvel þó að ég hafi ekki verið meiddur, kannski fengið smá högg, þá vildu þeir ekki að maður færi í leikina, pressan var stöðug."

„Ég sá aðra leikmenn fara og það pirraði mig smá. Mér fannst eins og þeim hafi fundist írska landsliðið ekki jafn mikilvægt og það enska. Ég sá leikmenn fara til Argentínu í vináttuleiki."

„Mér fannst eins og félagið og stjórinn hugsuðu að það væri í lagi ef þessi færi til Argentínu, en Írlands... þeir höfðu klárlega eitthvað á móti því að ég væri að fara spila með írska liðinu. Það gerði mig brjálaðan, og það setti mikla pressu á mig að fara ekki í landsleiki. Mér fannst það undarlegt og furðulegt að stjóri myndi gera svona við einhvern leikmann."


Miðjumaðurinn lék 67 landsleiki á árunum 1991-2005.
Athugasemdir
banner
banner
banner