Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. febrúar 2021 19:35
Aksentije Milisic
Segir að Ronaldo sé eigingjarn og nær ekki að aðlagast leikstíl Juve
Ronaldo í leiknum í gær.
Ronaldo í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano hefur verið duglegur að búa til fyrirsagnir en hann lét Dybala heyra það um daginn og sagði að hann pissi á sig undir pressu.

Nú hefur hann beint spjótum sínum að Cristiano Ronaldo en Cassano segir leikmanninn vera eigingjarn og að hann sé í vandræðum með að aðlagast leikskipulagi Andrea Pirlo.

Juventus hefur gengið brösulega á þessu tímabili en liðið er í fjórða sæti í Serie A deildinni og þá tapaði liðið fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær gegn Porto á útivelli.

„Ég hef alltaf sagt það, þrátt fyrir að hann sé ótrúlegur og hefur skorað milljón mörk, þá gæti það verið erfitt fyrir hann að spila undir hugmyndafræði Andrea Pirlo," sagði Cassano.

„Hann skorar mark í leik, það er satt, en hann er í vandræðum með þær hugmyndir sem Pirlo hefur. Hann hefur alltaf verið smá eigingjarn, honum er sama ef aðrir skora, hann er leikmaður sem vill skora mörkin."

„Hann lifir ekki fyrir að spila leikinn, hann lifir fyrir að skora mörk á þessari stundu. Þetta er að verða vesen fyrir hann og Juventus."

Ronaldo var brjálaður eftir leik Juventus og Porto í gær en hann vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma en það atvik var ansi umdeilt.
Athugasemdir
banner
banner
banner