þri 18. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlegið að De Ligt því hann klæðist ekki merkjavörum
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt segir að fólk hjá félaginu hlægi stundum þegar hann mætir á sviðið.

Það er mikil tískuhefð hjá Juventus og á Ítalíu almennt, en De Ligt hugsar ekki mikið um það. Hann kveðst ekki klæðast mikið merkjavörum, og einbeitir sér frekar að því að klæðast þægilegum fötum.

„Ég er ekki mikið fyrir dýrar merkjavörur," sagði De Ligt í samtali við de Volkskrant.

„Ég er Matthijs, ég er bara ég sjálfur. Ég er ekki að fara að mæta á æfingu í sérsniðnum jakkafötum. Það er einfalt. Ég er fótboltamaður, ég vil vera stjarna á vellinum. Stundum er hlegið að mér hjá félaginu en mér er sama svo lengi sem ég er sáttur með það sem ég klæðist," sagði De Ligt jafnframt.

De Ligt, sem er 21 árs, gekk í raðir Juventus frá Ajax árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner