Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Við virðum ekki planið
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var sár og svekktur eftir jafntefli liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í kvöld.

Tottenham komst í 2-0, en kastaði frá sér forystunni og endaði leikurinn 2-2.

Spurður að því hvað hefði farið úrskeiðis hjá Tottenham, þá sagði Pochettino: „Það er auðvelt að útskýra það. Þegar við erum ekki að sýna þann kraft sem þú þarft að sýna í þessari keppni þá lendum við í vandræðum."

„Hversu oft gerðum við ráð fyrir hlutunum í dag? Við gerðum það ekki eins vel og við gerðum það gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Það er mikill munur á þessum leikjum, á þremur dögum. Þetta snýst ekki taktík, þetta snýst ekki um gæði leikmanna, þetta snýst um það að vera undirbúinn í að berjast," sagði Pochettino vonsvikinn.

Argentínumaðurinn gaf til kynna að leikmenn hefðu ekki farið eftir plani.

„Frá byrjun vorum við með plan, við virðum það plan ekki."

„Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleiknum en frammistaðan var ekki til fyrirmyndar. Þeir fengu mörk færi og það var ekki gott að við skyldum fá á okkur þetta mark. Við vorum ekki nægilega aggressívir," sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner