Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 18. september 2021 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Þetta var sanngjörn niðurstaða
Pep Guardiola og hans menn töpuðu stigum í dag
Pep Guardiola og hans menn töpuðu stigum í dag
Mynd: EPA
Manchester City gerði markalaust jafntefli við Southampton í dag en Pep Guardiola, stjóri City, telur að úrslitin hafi verið sanngjörn.

Eftir frekar daufan fyrri hálfleik virtist Southampton vera að fá fullkomið tækifæri að komast yfir.

Adam Armstrong féll í teignum eftir viðskipti sín við Kyle Walker og var hægri bakvörðurinn rekinn af velli og vítaspyrna dæmd. VAR skoðaði atvikið og tók dóminn til baka og fékk því Walker er að vera áfram á vellinum.

Raheem Sterling kom boltanum í netið undir lokin en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

„Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir. Þetta var ekki nákvæmt og alls ekki gott. Við töpuðum fleiri boltum en við erum vanir að gera og okkur leið ekki þægilega þegar við reyndum að tengja við framlínuna. Við fengum færi en jafntefli var sanngjörn niðrustaða. Við reyndum að vinna leikinn en gátum það ekki," sagði Guardiola.

„Ég sá ekki atvikin, hvorki vítið né markið sem var dæmt af. Við erum ekki með VAR á hliðarlínunni en ef VAR dæmdi þetta svona þá var þetta ekki víti."

Guardiola var gagnrýndur hressilega af stuðningsmönnum félagsins fyrir að kalla eftir því að fá betri stuðning á Etihad í dag og var hann ánægður með andrúmsloftið.

„Það var magnað, eins og alltaf," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner