Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 19. september 2023 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Endurkoma hjá Man City - Felix magnaður og markvörður Lazio með mark í uppbótartíma
Joao Felix skoraði tvö og lagði upp eitt
Joao Felix skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez skoraði tvö
Julian Alvarez skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Mbappe var á skotskónum
Mbappe var á skotskónum
Mynd: Getty Images
Ivan Provedel skorar með skalla og tryggir Lazio stig
Ivan Provedel skorar með skalla og tryggir Lazio stig
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Manchester City byrjuðu á sigri í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er liðið vann Rauðu stjörnuna, 3-1, á Etihad-leikvanginum. Barcelona og Paris Saint-Germain unnu einnig góða sigra.

Yfirburði Man City í leiknum voru ótrúlegir og með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað að minnsta skoti þrjú eða fjögur mörk í fyrri hálfleiknum.

Erling Braut Haaland átti skalla í slá og klúðraði þá dauðafæri nokkrum mínútum síðar. Phil Foden var ekkert betri fyrir framan markið og skaut beint á markvörð Rauðu stjörnunnar úr dauðafæri undir lok hálfleiksins.

Það var því algerlega gegn gangi leiksins þegar Osman Bukari kom gestunum í óvænta forystu í uppbótartíma. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Man City og setti boltann framhjá Ederson í markinu.

Man City svaraði í þeim siðari. Julian Alvarez jafnaði snemma í síðari eftir sendingu frá Haaland. Hann lék boltanum framhjá markverði gestanna áður en hann setti boltann í netið.

Ísraelski markvörðurinn, Omri Glazer, var að eiga leik lífs síns eða alveg fram að 60. mínútu. Alvarez tók aukaspyrnu inn í teiginn, en Glazer tók upp á því að kýla boltann í eigið net. Neyðarlegt augnablik fyrir markvörðinn.

Rodri kláraði dæmið með þriðja markinu á 73. mínútu er hann dansaði í gegnum vörn Rauðu stjörnunnar og skoraði. Lokatölur 3-1 fyrir Man City sem deilir toppsæti F-riðilsins með Leipzig.

Stórsigur Barcelona og þægilegt hjá PSG

Barcelona vann 5-0 stórsigur á Antwerp frá Belgíu í H-riðli.

Börsungar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Joao Felix skoraði á 11. mínútu og lagði upp annað markið fyrir Robert Lewandowski átta mínútum síðar.

Jelle Baitelle kom boltanum í eigið net á 22. mínútu og þá var leiknum svo gott sem lokið.

Gavi og Joao Felix bættu við tveimur til viðbótar í þeim síðari og Barcelona því á toppnum í H-riðli, en Porto er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Shakhtar.

Kylian Mbappe og Achraf Hakimi skoruðu mörk Paris Saint-Germain í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Mörkin komu í upphafi síðari hálfleiks og þá var eitt mark dæmt af portúgalska framherjanum Goncalo Ramos í uppbótartíma.PSG er í efsta sæti F-riðils með þrjú stig.

Í E-riðli gerðu Lazio og Atllético Madríd 1-1 jafntefli. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Atlético einu marki yfir. Lazio fékk hornspyrnu og ákvað Ivan Provedel, markvörður Lazio, að fara inn í teiginn. Atlético hreinsaði hornspyrnuna á Luis Alberto, sem kom með fyrirgjöfina aftur inn í teig og skoraði Provedel með góðum skalla. Magnaður endir í Róm.

Feyenoord vann þá Celtic 2-0 í sama riðli í fjörugum leik. Odin Thiago Holm og Gustaf Lagerbielke fengu báðir rautt í liði Celtic og þá voru tvö mörk dæmd af Feyenoord. Igor Paixao, leikmaður hollenska liðsins, klúðraði þá af vítapunktinum. Feyenoord er á toppnum eftir fyrstu umferðina.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Feyenoord 2 - 0 Celtic
1-0 Calvin Stengs ('45 )
1-0 Igor Paixao ('65 , Misnotað víti)
2-0 Alireza Jahanbakhsh ('76 )
Rautt spjald: ,Gustaf Lagerbielke, Celtic ('63)Odin Holm, Celtic ('68)

Lazio 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Pablo Barrios Rivas ('29 )
1-1 Ivan Provedel ('90 )

F-riðill:

Paris Saint Germain 2 - 0 Borussia D.
1-0 Kylian Mbappe ('49 , víti)
2-0 Achraf Hakimi ('58 )

G-riðill:

Manchester City 3 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Osman Bukari ('45 )
1-1 Julian Alvarez ('47 )
2-1 Julian Alvarez ('60 )
3-1 Rodri ('73 )

H-riðill:

Barcelona 5 - 0 Antwerp
1-0 Joao Felix ('11 )
2-0 Robert Lewandowski ('19 )
2-1 Jelle Bataille ('22 , sjálfsmark)
3-1 Gavi ('54 )
4-1 Joao Felix ('66 )

Shakhtar D 1 - 3 Porto
0-1 Wenderson Galeno ('8 )
1-1 Kevin Kelsy ('13 )
1-2 Wenderson Galeno ('15 )
1-3 Mehdi Taremi ('29 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner