Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. nóvember 2022 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó: Alltaf fínt að fá bikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel Leó Grétarsson leikmaður íslenska landsliðsins var til viðtals hjá KSÍ eftir sigur liðsins í Eystrasaltsbikarnum í dag. Liðið vann Lettland eftir vítaspyrnukeppni.


Lestu um leikinn: Lettland 8 -  9 Ísland

„Mér fannst við vera með yfirhöndina allan leikinn og áttum að vera búnir að klára leikinn, við klárum hnan í vító og verðum bara að læra af því," sagði Daníel.

Ísland var með mikla yfirburði í leiknum og var manni fleiri lengst af.

„Maður var farinn að halda að þetta myndi ekki fara inn. Við héldum áfram og mér fannst við skapa mikið og hefðum átt að klára þetta. Við verðum líka að halda fókus, fáum á okkur klaufalegt mark en svona er þetta," sagði Daníel.

Daníel var ánægður að standa uppi sem sigurvegari á mótinu.

„Alltaf fínt að fá bikar, það gerist ekki oft hjá mörgum. Auðvitað hefðum við getað spilað betri leik og allt það en tveir sigrar í vítaspyrnukeppni og ekkert tap þannig við förum sáttir heim," sagði Daníel.


Athugasemdir
banner
banner
banner