Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. nóvember 2022 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferran Torres: Fólk heldur að við séum vélmenni
Mynd: EPA

Ferran Torres leikmaður Barcelona er í spænska landsliðshópnum sem mætir til leiks á HM í Katar sem hefst á morgun.


Torres gekk til liðs við Barcelona frá Man City í janúar fyrir 55 milljónir evra en hann hefur átt misjöfnu gengi að fagna í búningi Barcelona.

„Ég er í mjög góðu formi, það er satt að ég hef gengið í gegnum erfiða tíma. Fólk attar sig ekki á því að fótbolti er íþrótt sem fylgir mikil pressa og mikil gagnrýni og þú verður að læra að taka henni. Ég er í mjög góðu líkamlegu og andlegu standi," sagði Torres.

„Fólk heldur að þetta sé auðvelt, að við séum allir vélar og vélmenni. Við erum undir mikilli pressu og mikilli gagnrýni frá almenningi því allari hafa sína skoðun og það eru sérfræðingar sem gefa þér ráð og hjálp, það hefur hjálpað mér helling."

Hann byrjaði á bekknum á þessari leiktíð en hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu níu leikjum.


Athugasemdir
banner
banner