Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. nóvember 2022 09:03
Brynjar Ingi Erluson
„Hann er með allan pakkann"
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Luke Shaw segir að Jude Bellingham sé einhver hæfileikaríkasti miðjumaður sem hann hefur æft með.

Borussia Dortmund fékk Bellingham frá Birmingham fyrir tveimur árum og hefur hann vaxið mikið síðan þá.

Í dag er hann fastamaður á miðsvæðinu og þykir með allra bestu miðjumönnum heims.

Stærstu lið heims munu berjast um hann á næsta ári en Shaw, sem er liðsfélagi hans í enska landsliðinu, hefur aldrei séð annað eins.

„Sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart síðan hann kom inn er Jude. Hann getur gert allt á miðsvæðinu. Jude getur borið boltann upp völlinn, sent hann og er agressífur. Hann er með allan pakkann. Fyrst þegar ég sá hann á æfingu með landsliðinu þá hugsaði ég að þessi gaur ætti eftir að verða góður og þá leit hann út fyrir að vera fullorðinn,“ sagði Shaw í Lion's Den.
Athugasemdir
banner
banner
banner