Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. nóvember 2022 17:08
Brynjar Ingi Erluson
U19: Tap gegn Frökkum - Einn efnilegasti leikmaður heims spilaði
Icelandair
U19 tapaði fyrir Frökkum
U19 tapaði fyrir Frökkum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U19 Frakkland 2 - 0 U19 Ísland
1-0 Marvin de Lima ('10 )
2-0 Wakis Kore ('69 )

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir sterku liði Frakklands, 2-0, í fyrri undankeppni fyrir Evrópumótið í dag.

Franska liðið var nokkuð sterkt og spiluðu menn sem hafa verið að sækja sér reynslu í sterkustu deildum Evrópu en þar má nefna einn efnilegasta leikmann heims, Mathys Tel, en sá er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi.

Hann byrjaði leikinn en komst ekki á blað og var skipt af velli þegar sjö mínútur voru eftir.

Frakkar skoruðu þá tvö mörk. Marvin de Lima kom Frökkum yfir á 10. mínútu áður en hann lagði upp annað markið fyrir Wakis Kore.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með 3 stig á meðan Frakkar eru í efsta sæti með 6 stig. Tvö lið fara áfram á næsta stig undankeppninnar en Ísland spilar lokaleikinn gegn Kasakstan á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner