PSG undirbýr tilboð í Rashford og hefur líka áhuga á Luis Díaz - Boehly reynir að selja Lukaku og Kepa til Sádi-Arabíu - Brighton óttast að missa...
   mið 20. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo besti markaskorari sem spilað hefur leikinn
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var á skotskónum þegar Juventus vann ítalska Ofurbikarinn í kvöld.

Með markinu sem hann skoraði í kvöld er hann orðinn markahæsti fótboltamaður frá upphafi þegar allir keppnisleikir eru taldir.

Hinn 35 ára gamli Ronaldo er búinn að skora 760 mörk á glæstum ferli sínum, einu marki meira en Josef Bican sem skoraði 759 mörk frá 1931 til 1955.

Ronaldo verður 36 ára í febrúar og virðist enn eiga nóg eftir í tankinum. Lionel Messi er kominn yfir 700 mörk og verður áhugavert að sjá hvor endar með fleiri mörk skoruð þegar báðir hafa lagt skóna á hilluna. Messi verður 34 ára í júní.

Ronaldo hefur á ferli sínum spilað með Sporting Lissabon, Manchester United, Real Madrid og Juventus. Og auðvitað portúgalska landsliðinu.





Athugasemdir
banner
banner
banner