Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet sterklega orðuð við Aston Villa
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá því er sagt hjá breska ríkisútvarpinu í dag að Elísabet Gunnarsdóttir sé einna líklegust til að taka við Aston Villa.

Nafn hennar er í fyrirsögninni hjá miðlinum.

Carla Ward hætti með Aston Villa eftir tímabilið sem kláraðist fyrir stuttu. Joe Montemurro var efstur á lista Villa en hann tók nýverið við Lyon í Frakklandi.

Villa, sem endaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, er komið langt í ferlinu og verður fróðlegt að sjá hvort Elísabet fái starfið.

Elísabet stýrði síðast Kristianstad í Svíþjóð í 14 ár en þar áður gerði hún frábæra hluti með Val.
Athugasemdir
banner
banner