Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 20. júlí 2024 19:19
Sölvi Haraldsson
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta einn besti leikurinn sem við höfum spilað í sumar. Þetta var frábær frammistaða hjá stelpunum. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum ekki en sem betur fer fór hann inn, þó það hafi verið á 90. mínútu skiptir það ekki máli.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfai Vals eftir 2-1 sigur á Keflavík á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Pétur segir þennan leik vera mjög týpískan leik þar sem ekkert ætlaði að ganga upp.

Stundum færðu svona leiki þar sem þú sækir og sækir og sækir en þær fara upp í eina sókn og skora. Þetta er svona týpískur leikur en við tókum öll völd á leiknum og spiluðum hann stórkostlega.“

Valskonur voru mikið betri í dag og sérstaklega í seinni hálfleik.

Mér fannst spilamennskan frá fyrstu mínútu góð, það var eins og fyrsta markið þeirra skipti ekki máli. Við bættum margt í seinni hálfleik líka. Fanndís, Ísabella og Þórdís gerðu vel á köntunum. Ég vil bara hrósa stelpunum fyrir frábæran leik.“

Natasha Anasi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í dag en Pétur er mjög ánægður með hana bæði sem leikmann og persónu.

Ég er búinn að fylgjast með henni lengi og lýst mjög vel á hana. Hún var næstum því á leiðinni til okkar fyrir nokkrum árum síðan en hún spilaði þennan leik mjög vel. Ég veit að hún er frábær leikmaður bæði sóknarlega og varnarlega. Ekki nóg með það heldur er hún frábær persóna líka. Þetta kemur allt í plús hjá okkur.

Fyrir viðtalið benti Pétur á Glódísi Perlu, fyrirliða Bayern Munchen, sem var mætt niður á völl eftir leik, kallaði á hana og sagði svo í góðu gríni við undirritaðan að hún væri búin að skrifa undir hjá Val.

Ég mun allavegana tala við Glódísi núna og spurja hana hvort hún sé á leiðinni heim. En nei ég geri ekki ráð fyrir því að við munum bæta við leikmönnum. Við erum aðeins í smá meiðslum núna. Hópurinn hjá okkur er ekkert rosalega stór en samt einhverjir 19 leikmenn. En ef það dettur eitthvað inn hjá okkur veit maður aldrei. En eins og staðan er í dag erum við ekki að fara að fá inn fleiri leikmenn.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner