Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 20. júlí 2024 19:19
Sölvi Haraldsson
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta einn besti leikurinn sem við höfum spilað í sumar. Þetta var frábær frammistaða hjá stelpunum. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum ekki en sem betur fer fór hann inn, þó það hafi verið á 90. mínútu skiptir það ekki máli.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfai Vals eftir 2-1 sigur á Keflavík á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Pétur segir þennan leik vera mjög týpískan leik þar sem ekkert ætlaði að ganga upp.

Stundum færðu svona leiki þar sem þú sækir og sækir og sækir en þær fara upp í eina sókn og skora. Þetta er svona týpískur leikur en við tókum öll völd á leiknum og spiluðum hann stórkostlega.“

Valskonur voru mikið betri í dag og sérstaklega í seinni hálfleik.

Mér fannst spilamennskan frá fyrstu mínútu góð, það var eins og fyrsta markið þeirra skipti ekki máli. Við bættum margt í seinni hálfleik líka. Fanndís, Ísabella og Þórdís gerðu vel á köntunum. Ég vil bara hrósa stelpunum fyrir frábæran leik.“

Natasha Anasi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í dag en Pétur er mjög ánægður með hana bæði sem leikmann og persónu.

Ég er búinn að fylgjast með henni lengi og lýst mjög vel á hana. Hún var næstum því á leiðinni til okkar fyrir nokkrum árum síðan en hún spilaði þennan leik mjög vel. Ég veit að hún er frábær leikmaður bæði sóknarlega og varnarlega. Ekki nóg með það heldur er hún frábær persóna líka. Þetta kemur allt í plús hjá okkur.

Fyrir viðtalið benti Pétur á Glódísi Perlu, fyrirliða Bayern Munchen, sem var mætt niður á völl eftir leik, kallaði á hana og sagði svo í góðu gríni við undirritaðan að hún væri búin að skrifa undir hjá Val.

Ég mun allavegana tala við Glódísi núna og spurja hana hvort hún sé á leiðinni heim. En nei ég geri ekki ráð fyrir því að við munum bæta við leikmönnum. Við erum aðeins í smá meiðslum núna. Hópurinn hjá okkur er ekkert rosalega stór en samt einhverjir 19 leikmenn. En ef það dettur eitthvað inn hjá okkur veit maður aldrei. En eins og staðan er í dag erum við ekki að fara að fá inn fleiri leikmenn.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir