Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. nóvember 2022 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig mun Englandi vegna? - Hef alls ekki góða tilfinningu
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Enska liðið mætir til Katar..
Enska liðið mætir til Katar..
Mynd: Getty Images
Hvað gerir England á mótinu?
Hvað gerir England á mótinu?
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur verið gagnrýndur fyrir að spila leiðinlegan fótbolta.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur verið gagnrýndur fyrir að spila leiðinlegan fótbolta.
Mynd: EPA
Jude Bellingham, vonarstjarna Englands.
Jude Bellingham, vonarstjarna Englands.
Mynd: EPA
HM í Katar hefst í dag. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Næst er það spurningin: Hvernig mun Englandi vegna á mótinu?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
England mun því miður ekki fara lengra en 8-liða úrslit þar sem þeir detta úr fyrir Frakklandi. Ég held að þetta enska landslið gæti farið alla leið í úrslit miðað við leikmannahóp en því miður þá er alltof mikil deyfð yfir þessu hjá Southgate og hans mönnum eftir hryllilega Þjóðadeild.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Ég hef alls ekki góða tilfinningu fyrir Englandi á mótinu. England búið að vera í vandræðum í leikjum fyrir mót. Unnu ekki leik í Þjóðadeildinni.

Gunnar Birgisson, RÚV
Þeir lenda í öðru sæti í sínum riðli og detta út í 16-liða úrslitum gegn Hollendingum. Það verða að teljast vonbrigði hugsa ég.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Held að þetta gæti farið í báðar áttir hjá þeim en hallast þessa dagana frekar að því að þeir sökkvi. Ná ekki að vinna sinn riðil en komast upp úr honum og detta út á móti sigurvegara A-riðils í 16-liða úrslitunum.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Ég hugsa að þeir muni gera fína hluti í riðlakeppninni en detti svo út í 16 liða úrslitum. Þeir höndla ekki pressuna jafnvel og ensku stelpurnar.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Þessi er erfið. Við Íslendingar höldum oftast upp á enska liðið, leikmenn sem spila þar sem maður styður og er ég engin undantekning frá því. En það er búið að vera smá skrýtin ára yfir liðinu, frammistaða liðsins bara frekar döpur og neikvætt umtal. Ég held samt að England fari langt og detti út í undanúrslitum. Þeir munu líklegast spila drepleiðinlegan fótbolta en hann mun skila árangri. Ég ætla rétt að vona að Pickford verði ekki í rammanum, hann er slakasti markmaður liðsins. Í raun væri ég mest til í að sjá Pope í markinu, en frammistaða hans í vetur hefur verið mögnuð. Hins vegar hefur hann verið slappur þegar hann spilar með landsliðinu.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
England eru rosa spurningamerki. Þeir geta vel farið langt en hallast að því að pressan eigi eftir að hafa þau áhrif að þeir falli út í 8-liða úrslitum og allt verður vitlaust á Englandi.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
England munu vera flottir í riðlinum og detta svo út í 16 liða. Að Tomori hafi ekki verið valinn en Conor Coady valinn sýnir að Southgate er í þvælunni.

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
England kemst með herkjum í átta liða úrslitin en hvað gerist þar eftir er erfitt að spá fyrir um. Ég held að leið þeirra endi þar. Mér finnst vandamálin fleiri en lausnirnar og eins og alltaf er verið að stilla þjálfaranum upp við vegg rétt fyrir mót til að tryggja að allt fari í rassgat eins og oftast.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Englandi mun komast upp úr riðlinum en ekki mikið lengra en það. Ég held að þeir muni detta út í 16-liða úrslitum

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni?
Hvað finnst þér um að HM fari fram að vetri til?
Hver verður markakóngur?
Hver á að vera í markinu hjá Brasilíu?
Athugasemdir
banner
banner