Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 20. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birgir orðinn mikill Leiknismaður - „Hefðum getað gert mikið betur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birgir Baldvinsson leikmaður KA lék með Leikni á láni í sumar en hann átti gott tímabil persónulega þrátt fyrir að liðið hafi fallið. Fótbolti.net spjallaði við hann á dögunum.


„Ég er rosalega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta góða umtal en auðvitað er ég ekki sáttur með tímabilið. Það er erfitt að segja að maður sé sáttur þegar liðið fellur. Við strákarnir áttum rosalega mikið inni og ég veit að við erum ekki sáttir því við hefðum getað gert mikið betur," sagði Birgir.

Aðspurður hvort hann væri orðinn mikill Leiknismaður í dag sagði hann: „Já, klárlega ég er mikill Leiknismaður og mun alltaf vera."

Birgir rifti samningi sínum við KA fyrir tímabilið en skrifaði undir nýjan samning á dögunum. Hann er klár í slaginn að berjast um vinstri bakvarðarstöðuna við Þorra Mar Þórisson og Hrannar Steingrímsson.

Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.


Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner