Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. nóvember 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong: Hann sagði mér að koma til Liverpool
Mynd: EPA

Hollenski landsliðshópurinn ræddi við nokkra verkamenn í vikunni sem komu að því að byggja upp aðstöðuna í kringum HM, m.a. vellina.


Eins og flestir vita er þetta mót mjög umdeilt en fólk hefur m.a. mikið mótmælt illri meðferð á verkamönnunum en margir hafa látist við uppbygginguna.

Frenkie de Jong leikmaður hollenska liðsins og Barcelona sagði frá atviki sem kom upp þegar liðið spjallaði við verkamennina. De Jong hefur verið lítið í myndinni hjá Xavi stjóri Barcelona en hann var nálægt því að yfirgefa félagið í sumar.

„Þetta var einstakt augnablik fyrir þá en einnig fyrir okkur. Þetta færir okkur krafta og gleði. Fullt af fólki mætti og það var enginn tími til að spjalla mikið á persónulegu nótunum. Það var þó einn maður sem sagði mér að koma til Liverpool. Við elskuðum að gera þetta en nú er einbeitingin á Senegal," sagði De Jong.

En Holland mætir Senegal í fyrsta leik sínum á HM á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner