banner
   sun 20. nóvember 2022 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Samtök gyðinga ósátt með brotin loforð stjórnvalda í Katar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

HM hófst í dag í Katar eftir að mótshaldarar höfðu verið gagnrýndir fyrir ýmislegt fyrir mót.


Nú hafa samtök gyðinga bæst við hóp gagnrýnenda og segja þau stjórnvöld í Katar hafa brotið loforð sem voru gefin um aðgengi að elduðum 'kosher' mat og griðarstöðum fyrir gyðinga til að iðka trú sína.

Háttsettir meðlimir ýmissa gyðingasamtaka halda því fram að engir griðarstaðir séu fyrir gyðinga til að iðka trú sína í Doha, þvert á það sem lofað var, og að ekki sé neinn eldaður kosher matur aðgengilegur.

Rökin sem gyðingarnir segja stjórnvöld í Katar nota snúast um að ekki sé hægt að tryggja öryggi gyðinga meðan þeir leggjast á bæn.

Þetta eru gyðingar ekki sáttir með sérstaklega í ljósi þess að mikið var gert úr því að opna fyrsta 'kosher' staðinn í Katar fyrir opnunarleik HM. Stjórnvöld virðast hafa hætt við á síðustu stundu og getur þessi nýi staður aðeins útbúið kaldar beyglur fyrir viðskiptavini sína eins og staðan er í dag.

Talið er að um 10 þúsund gyðingar muni leggja leið sína til Katar fyrir HM en heimildarmenn Jerusalem Post halda því fram að margir þeirra hafi hætt við eða séu að endurhugsa áform sín.


Athugasemdir
banner
banner
banner