Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stjarnan mætir Grindavík í Kórnum
U17 spilar við Georgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Grindavík eigast við í eina leik dagsins í íslenska boltanum. Liðin mætast í Fótbolta.net mótinu og fer viðureignin fram í Kórnum í kvöld.

Stjarnan er á toppi riðilsins á markatölu fyrir lokaumferðina, jafnt ÍA á stigum sem mætir Gróttu næsta laugardag.

Stórsigur í kvöld myndi því fara langleiðina með að tryggja Stjörnunni toppsætið.

Grindvíkingar eru stigalausir á botni riðilsins og eiga eftir að skora mark. Þeir spila uppá stoltið og geta reynst Garðbæingum hættulegir.

Þá er U17 landslið Íslands stætt á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi og eiga strákarnir leik við Georgíu í dag, fyrir hádegi. Ísland tapaði fyrir Tadsíkistan í fyrstu umferð.

Leikir dagsins:
U17 æfingamót:
11:10 Georgía U17 - Ísland U17

Fótbolti.net mótið - A-deild, riðill 2
20:10 Stjarnan - Grindavík

Staðan í riðlinum:
1. Stjarnan 4 stig | 6:3 markatala
2. ÍA 4 stig | 4:2
3. Grótta 3 stig | 5:4
4. Grindavík 0 stig | 0:6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner