Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi ræðir nýja stöðu, að spila án áhorfenda og enska boltann
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi í leik gegn Liverpool.
Gylfi í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kvöldið í Nice var eftirminnilegt.
Kvöldið í Nice var eftirminnilegt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hægt verði að klára tímabilið á Englandi. Hann segir að leikmenn Everton séu staðráðnir í að klára tímabilið vel ef hægt verður að spila síðustu leiki deildarinnar.

Ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Everton var um miðja deild að reyna að blanda sér í Evrópubaráttu þegar hlé var gert á deildinni.

Frá því að Carlo Ancelotti tók við Everton í desember hefur Gylfi verið að spila djúpur á miðjunni í 4-4-2. „Þetta er ekki mín náttúrulega staða. Ég hef auðvitað spilað á tveggja manna miðju hjá íslenska landsliðinu, en það er aðeins öðruvísi," segir Gylfi í viðtali við Sky Sports.

Gylfi er að spila aftar á vellinum og hefur hann aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eftir að hafa skorað 13 á því síðasta. Hann segist njóta sín þrátt fyrir að spila aftar á vellinum.

„Ég er að spila flesta leikina og ég hef vanist því að spila í þessari stöðu hjá nýja stjóranum. Ég fæ ekki að fara jafnmikið framarlega á völlinn og ég vil gera, en ég nýt þess samt sem áður að spila í stöðunni."

Gylfi ræddi við Sky Sports í gegnum tölvuskjáinn heima hjá sér. Stefnt er á að hefja ensku úrvalsdeildina aftur í næsta mánuðina, en það yrði þá fyrir luktum dyrum og engir áhorfendur yrðu leyfðir á völlunum. „Það kemur til með að hafa gríðarleg áhrif. Stuðningsmennirnir búa til andrúmsloftið og koma með mikla ástríðu," segir Gylfi.

„Við sem leikmenn þrífumst á því og maður veltir því náttúrulega fyrir sér hvernig það verður til dæmis að fagna marki. Það verður öðruvísi að vinna leik þegar engir áhorfendur eru á vellinum, en það verður auðvitað líka gaman fyrir stuðningsmennina að sjá fótbolta aftur í sjónvarpinu. Vonandi verða stuðningsmenn aftur á völlunum fyrr frekar en síðar."

Byrja snemma að fylgjast með enskum fótbolta
Gylfi segir að eftirminnilegsta stundin á sínum ferli sé þegar Ísland sló út England í 16-liða úrslitunum á EM 2016, en Gylfi hefur stærstan hluti ferilsins spilað á Englandi með Reading, Tottenham, Swansea og Everton. Ásamt því hefur hann leikið með Shrewsbury og Crewe.

Hann byrjaði ungur að elska engan fótbolta. „Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi var vanur að horfa á hana. Ég sat auðvitað með honum og horfði á enska boltann á laugardögum og sunnudögum."

„Pabbi og bróðir minn fóru með mér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég æfði með nokkrum mismunandi liðum. Bróðir minn sendi myndbönd af mér að spila fótbolta til liða og ég samdi svo að lokum við Reading."

Gylfi fór til Reading árið 2008 og sló þar í gegn. Hann er svo einn besti leikmaður í sögu Swansea, ef ekki sá besti, eftir frábæran tíma þar.

Viðtalið við Gylfa má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner