Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Postecoglou sýnd mikil vanvirðing“
Angelos Postecoglou á æfingu Tottenham í gær.
Angelos Postecoglou á æfingu Tottenham í gær.
Mynd: EPA
Tottenham mætir Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 19 í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið, það má segja að tímabilið sé undir.

Postecoglou var óánægður með það að dagblaðið London Standard sagði að hann væri á þunnri línu milli þess að vera talinn hetja eða trúður eftir því hvernig leikurinn myndi fara.

Chris Cowlin, stuðningsmaður Tottenham, segir að stjóra liðsins sé sýnd mikil vanvirðing af fjölmiðlamönnum og fleirum.

„Það á ekki að vera neikvæð umræða um liðið daginn fyrir svona stóran og mikilvægan leik. Þetta hefur vissulega verið erfitt tímabil en þetta er stór leikur fyrir félagið," segir Cowlin.

Það eru sautján ár síðan Tottenham vann síðast bikar, deildabikarinn 2008.

„Þetta á ekki að snúast um Ange Postecoglou. Þetta á að snúast um að fótboltafélagið reyni að ná árangri. Ange á ekki að þurfa ða verja sjálfan sig og leikmenn. Honum er sýnd mikil vanvirðing," segir Cowlin.

Postecoglou hefur síðustu mánuði í sífellu þurft að svara spurningum fjölmiðla um sína framtíð en talið er líklegt að hann verði látinn fara frá Tottenham, sama hvernig úrslitin verða í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner