Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það hafi verið lykilatriði að semja við Sveindísi
Kvenaboltinn
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er búin að finna sér nýtt félag en hún hefur samið við Angel City í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Hún hefur verið orðuð við stór félög á Englandi, eins og Arsenal, Manchester United og Tottenham. En hún valdi að skrifa undir í Bandaríkjunum. Gerði hún samning þar til 2027.

Englendingurinn Mark Parsons er yfirmaður fótboltamála hjá Angel City og hann er hæstánægður með að Sveindís hafi valið félagið.

„Við erum ótrúlega ánægð að bjóða Sveindísi velkomna til Angel City," segir Parson, sem er meðal annars fyrrum landsliðsþjálfari Hollands.

„Það var lykilatriði fyrir okkur að semja við hana þar sem hún er dínamískur sóknarmaður sem hefur ítrekað haft mikil áhrif á stóra leiki í Meistaradeildinni og með landsliði sínu. Sveindís er með mikilvæga eiginleika með og án boltans sem munu hjálpa okkur og þá leggur hún mikið á sig og er með ótrúlegt hungur til að vinna."

„Hún er bara 23 ára en við teljum samt að Sveindís geti strax haft mikil áhrif á liðið og ásamt því muni hún vaxa og þróast hjá félaginu okkar í mörg ár," sagði Parsons.
Athugasemdir