Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Allar áhorfendatölur HM virðast falsaðar
Mynd: EPA

Fyrr í dag var greint frá því hvernig áhorfendatölurnar úr viðureign Senegal og Hollands stóðust enga skoðun. 41,721 manns horfðu á viðureignina á leikvangi sem tekur 40,000 manns í sæti og samt sást í mikið af auðum sætum á leikvanginum.


Sömu sögu er að segja frá öllum öðrum leikjum mótsins sem hafa farið fram á tveimur fyrstu dögunum. Opnunarleikur Katar gegn Ekvador var með 67,372 áhorfendur á leikvangi sem tekur 60,000 í sæti.

Þá voru 45,334 áhorfendur á svæðinu þegar England rúllaði yfir Íran á leikvangi sem tekur 40,000 í sæti og að lokum mættu 43,418 manns á viðureign Bandaríkjanna gegn Wales, aftur á leikvangi sem tekur 40,000 í sæti.

Á öllum þessum leikjum, nema mögulega opnunarleiknum, mátti sjá þokkalegt magn af auðum sætum. Þetta hefur vakið athygli fjölmiðla í Evrópu og víðar.

Sjá einnig:
Áhorfendatölur HM falsaðar? Alltof margir á leik Hollands


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner