
Sveindís Jane Jónsdóttir gekk í gær í raðir Angel City í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Sveindís skrifaði undir samning til 2027 við félagið sem er tiltölulega nýtt í hinni sterku deild í Bandaríkjunum.
Sveindís skrifaði undir samning til 2027 við félagið sem er tiltölulega nýtt í hinni sterku deild í Bandaríkjunum.
Eigendahópur félagsins er mjög svo athyglisverður en það eru í meirihluta konur og þá aðallega konur úr Hollywood.
Þar fara líklega fremst í flokki Óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman og Serena Williams, besta tenniskona sögunnar. Sú fyrrnefnda var líka ein af stofnendum félagsins.
Í eigendahópnum er gríðarlega lengur listi af frægu fólki en þar má einnig nefna:
Uzo Aduba (leikkona)
Becky G (söngkona)
Sophia Bush (leikkona)
Jessica Chastain (leikkona)
James Corden (skemmtikraftur)
America Ferrera (leikkona)
Jennifer Garner (leikkona)
Mia Hamm (fyrrum fótboltakona)
Billie Jean King (tennisgoðsögn)
Eva Longoria (leikkona)
Casey Neistat (áhrifavaldur)
Candace Parker (körfuboltakona)
Lilly Singh (áhrifavaldur)
Matthew Stafford (NFL leikmaður)
Lindsey Vonn (skíðakona)
Abby Wambach (fyrrum fótboltakona)
Serena Williams (tennisgoðsögn)
Þetta eru ekki öll nöfnin. Hægt er að skoða listann yfir fjárfesta félagsins með því að smella hérna.
Athugasemdir