Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 22. júní 2019 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur hjá Bayern en var ekki nógu góður fyrir West Brom
Serge Gnabry var að klára sitt fyrsta tímabil með Bayern München og voru stuðningsmenn félagsins ánægðir með hann.

Gnabry skoraði 13 mörk og lagði upp sex í 42 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Bayern vann þýsku úrvalsdeildina og þýska bikarinn.

Stuðningsmenn Bayern kusu Gnabry sem leikmann ársins hjá félaginu. Hann fékk 27,9% af næstum því 35 þúsund greiddum atkvæðum.

Joshua Kimmich kom næstur með 25,6% atkvæða, Robert Lewandowski fékk 11,6%, Franck Ribery 7,9% og Niklas Sule 4,6%.

Gnabry er 23 ára gamall kantmaður sem var eitt sinn á mála hjá Arsenal. Hann var seldur til Werder Bremen fyrir 5 milljónir punda og fór síðan til Bayern 2017. Hann var í láni hjá Hoffenheim í fyrra.

Fyrri hluta tímabilsins 2015 var hann í láni hjá West Brom. Þá sagði Tony Pulis, þáverandi stjóri West Brom, að Gnabry væri ekki nægilega góður fyrir West Brom.

Hector Bellerin, leikmaður Arsenal og fyrrum liðsfélagi Gnabry, minntist á þessi ummæli á Twitter í dag.



Athugasemdir
banner