Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júní 2019 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur hjá Bayern en var ekki nógu góður fyrir West Brom
Mynd: Getty Images
Serge Gnabry var að klára sitt fyrsta tímabil með Bayern München og voru stuðningsmenn félagsins ánægðir með hann.

Gnabry skoraði 13 mörk og lagði upp sex í 42 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Bayern vann þýsku úrvalsdeildina og þýska bikarinn.

Stuðningsmenn Bayern kusu Gnabry sem leikmann ársins hjá félaginu. Hann fékk 27,9% af næstum því 35 þúsund greiddum atkvæðum.

Joshua Kimmich kom næstur með 25,6% atkvæða, Robert Lewandowski fékk 11,6%, Franck Ribery 7,9% og Niklas Sule 4,6%.

Gnabry er 23 ára gamall kantmaður sem var eitt sinn á mála hjá Arsenal. Hann var seldur til Werder Bremen fyrir 5 milljónir punda og fór síðan til Bayern 2017. Hann var í láni hjá Hoffenheim í fyrra.

Fyrri hluta tímabilsins 2015 var hann í láni hjá West Brom. Þá sagði Tony Pulis, þáverandi stjóri West Brom, að Gnabry væri ekki nægilega góður fyrir West Brom.

Hector Bellerin, leikmaður Arsenal og fyrrum liðsfélagi Gnabry, minntist á þessi ummæli á Twitter í dag.



Athugasemdir
banner
banner