Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 18:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Morgan segir það hafa tekið 15 ár en arftaki Vieira sé loksins fundinn
Thomas Partey
Thomas Partey
Mynd: Getty Images
Thomas Partey er að leika sinn annan leik með Arsenal þessa stundina. Hann var í byrjunarliðinu gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Leikið er í Vín og staðan er 0-0 þegar um fjörutíu mínútur eru eftir af leiknum.

Uppfært 18:05: Staðan er 1-0 fyrir Rapid Wien.

Arsenal keypti Partey undir lok félagaskiptagluggans frá Atletico Madrid. Partey er 27 ára miðjumaður frá Gana.

Hann lék síðustu átta mínúturnar gegn Manchester City um liðna helgi sem var fyrsti leikur miðjumannsins. Fjölmiðlamaðurin Piers Morgan hefur hrifist af frammistöðu Partey til þessa í Austurríki.

„Partey er alvöru - sterkur, snöggur, mjög fágaður og stýrir vel. Það hefur tekið fimmtán ár en við [Arsenal] höfum loksins fundið mann í stað Patrick Vieira," skrifar Morgan á Twitter.

Vieira lék með Arsenal á árunum 1996-2005 og þótti einn allra besti miðjumaður deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner