Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. nóvember 2019 12:02
Magnús Már Einarsson
Ísland fær hjálp frá Noregi og Svíþjóð fyrir Rúmeníuleikinn
Icelandair
Norðmenn gerðu tvívegis jafntefli við Rúmena í undankeppni EM.
Norðmenn gerðu tvívegis jafntefli við Rúmena í undankeppni EM.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið mun fá hjálp frá norska og sænska landsliðinu við undirbúninginn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Rúmenum í mars næstkomandi.

Rúmenar voru með Noregi og Svíþjóð í riðli í undankeppni EM. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum gegn Noregi en Svíar höfðu síðan betur í báðum leikjunum gegn Rúmenum.

Næstu mánuðina mun Ísland undirbúa leikina mikilvægu gegn Rúmenum og fá við það hjálp frá nágrönnunum í Svíþjóð og Noregi.

„Það er hægt að taka ansi mikið úr þeim leikjum, hvernig þeir "matcha" við skandinavískan fótbolta," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við Fótbolta.net um leiki Rúmena í riðlinum.

„Það eru hæg heimatökin í að fá aðstoð um greiningarvinnu þessara þjóða. Erik (Hamren) er úti og er búinn að tala við Lars (Lagerback. landsliðsþjálfara Noregs), og félaga sína í Svíþjóð líka. Við verðum mjög vel undirbúnir fyrir þessa leiki."

Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars en sigurliðið þar spilar við Ungverjaland eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM þann 31. mars.
Athugasemdir
banner
banner