Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Al Shahrani þarf neyðaraðgerð eftir leikinn gegn Argentínu
Mynd: EPA

Yasser Al Shahrani átti frábæran leik er Sádí-Arabía lagði Argentínu óvænt að velli á heimsmeistaramótinu í morgun.


Al Shahrani var virkilega góður í vinstri bakverði en HM er búið hjá honum eftir afar harkalegt samstuð við sinn eigin markvörð á 95. mínútu sigursins frækna.

Markvörðurinn Mohammed Al-Owais hljóp af marklínunni til að slá boltann úr vítateignum en hnjáaði liðsfélaga sinn afar harkalega í leiðinni. 

Al Shahrani lyfti upp tveimur þumlum þegar hann var borinn af velli en honum leið alls ekki vel á þeirri stundu. Hann var færður á spítala og eftir sneiðmyndatöku kom í ljós að Al Shahrani er kjálkabrotinn og þarf neyðaraðgerð vegna innvortis blæðinga.

Mohammed bin Salman, afar umdeildur krónprins og forsætisráðherra Sádí-Arabíu, skipaði að leikmaðurinn yrði strax sendur með sjúkraflugi til Þýskalands þar sem aðgerðin verður framkvæmd.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá atvikið. Það er ekki fyrir viðkvæma.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner