Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. nóvember 2022 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Frakklands og Ástralíu: Konate og Giroud byrja
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ríkjandi heimsmeistarar Frakka hefja titilvörnina gegn Ástralíu í lokaleik þriðja dags HM í Katar.


Frakkar mæta til leiks með öflugt byrjunarlið þar sem Ibrahima Konate er valinn framyfir William Saliba í hjarta varnarinnar. Þá er Lucas Hernandez valinn sem vinstri bakvörður framyfir bróður sinn Theo Hernandez.

Olivier Giroud byrjar í fremstu víglínu ásamt Kylian Mbappe, Antoine Griezmann og Ousmane Dembele.

Ástralir mæta til leiks með sitt sterkasta lið en þar má meðal annars finna Mat Ryan, markvörð FC Kaupmannahafnar, og Aaron Mooy, miðjumann Celtic.

Frakkland: Lloris; Pavard, Upamecano, Konaté, Lucas Hernandez; Rabiot, Tchouaméni; Mbappé, Griezmann, Dembélé; Giroud.
Varamenn: Areola, Mandanda, Camavinga, Coman, Disasi, Fofana, Guendouzi, Theo Hernandez, Kolo-Muani, Kounde, Saliba, Thuram, Varane, Veretout

Ástralía: Ryan; Behich, Rowels, Souttar, Atkinson; Irvine, Mooy, McGree; Goodwin, Duke, Leckie.
Varamenn: Redmayne, Vukovic, Tilio, Maclaren, Mabil, Kuol, King, Karacic, Hrustic, Devlin, Deng, Degenek, Cummings, Baccus


Athugasemdir
banner
banner