Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 22. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu atvikið: Klárlega versta klúður HM til þessa
Danmörk og Túnis gerðu fyrsta markalausa jafnteflið á HM í Katar er liðin mættust í dag.

Á 70. mínútu fékk Andreas Cornelius, leikmaður danska liðsins, sannkallað dauðafæri en skallaði boltann í stöngina af afskaplega stuttu færi.

„Óskiljanlegt að (Andreas) Cornelius hafi ekki náð að setja boltann inn. En það er margt sem er óskiljanlegt," sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur RÚV, um dauðafærið sem danska liðið fékk í seinni hálfleik.

Segja má klárlega að þetta sé versta klúður heimsmeistaramótsins hingað til en hægt er að sjá myndband af því með því að smella hérna.

Síðar í kvöld mætast Frakkland og Ástralíu í þessum sama riðli.
Athugasemdir
banner